Það sem þú gerir í dag er mikilvægt vegna þess að þú lætur heilan dag í skiptum fyrir það. Þótt þú ferðist á heimsenda í leit að fegurðinni muntu ekki finna hana nema hafa hana meðferðis. Fegurðin býr í þér sjálfri.
Þótt eitthvað gangi ekki upp sem þú varst búin að ákveða, þýðir það ekki að nú sé allt ónýtt og ómögulegt. Þegar einar dyr lokast opnast aðrar og ný tækifæri bíða. Mikilvægasta stund dagsins er líðandi stund. Notum hana vel.
Opnaðu hugann fyrir jákvæðum hugsunum og dyr tækifæranna opnast. Fylgdu hjartanu þangað sem það leiðir þig og leyfðu þér að blómstra í þinni eigin fegurð. Hamingja er samræmi milli þess sem þú hugsar, gerir og segir.
Hugsaðu um daginn í dag sem fallega gjöf sem þér var gefin. Dagurinn í gær er liðinn og þú færð honum ekki breytt. Hafðu ekki áhyggjur af morgundeginum, gerðu þitt besta í dag og brostu.
Njóttu lífsins og fylltu það af kærleika
Taktu þessi orð með þér inn í helgina elsku yndislega kona!
Að vera kona er flókið
og furðulegt, botnlaust
og bætandi. Að vera kona
er fallegt, gefandi og gott.
Þú ert kona, fagurt blóm
og þú þarft næringu.
Hugsaðu um sjálfa þig.
Geymdu ekki bros dagsins í dag til morgundagsins! Lifðu í núinu, ekki lifa fyrir daginn í gær. Þolinmæðin er beisk, en ávextir hennar er sætir og góðir. Njóttu þeirra!
Lífið er yndislegt
Það að vera hamingjusöm
er ákvörðun. Vertu auðmjúk því
verstu hlutir heims eru úr
sama efni og þú – sýndu
sjálfstraust því stjörnurnar
eru úr sama efni og þú!
Þú nærð ekki að afreka neitt ef þú aðhefst ekkert. Þegar einar dyr lokast munu aðrar dyr opnast. Taktu eftir öllum möguleikunum sem standa til boða.Treystu á sjálfa þig og vertu þinn besti vinur.
Lífið er ljúft
Líttu björtum augum á lífið. Opnaðu augun og sjáðu tækifærin. Jákvæðni er ekki síður nauðsynleg en matur og drykkur.
Notaðu falleg orð og sýndu kærleika. Leyfðu þér að gera mistök. Lærðu af þeim og njóttu sjálfrar þín.
Ef ég er sátt við sjálfa mig þegar ég fer að sofa í kvöld get ég verið viss um að dagurinn minn var góður.
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is