Rósirnar heilsurækt
Hugsaðu vel um líkama og sál. Settu sjálfa þig og þína heilsu í fyrsta sæti.

Færslur: 2012 Október

26.10.2012 11:33

Orð dagsins: 25. október 2012

Taktu þessi orð með þér inn í helgina elsku yndislega kona!

 

Að vera kona er flókið

og furðulegt, botnlaust

og bætandi. Að vera kona

er fallegt, gefandi og gott.

Þú ert kona, fagurt blóm

og þú þarft næringu.

Hugsaðu um sjálfa þig.

23.10.2012 12:32

Orð dagsins: 23. október 2012

Geymdu ekki bros dagsins í dag til morgundagsins! Lifðu í núinu, ekki lifa fyrir daginn í gær. Þolinmæðin er beisk, en ávextir hennar er sætir og góðir. Njóttu þeirra!

Lífið er yndislegt

21.10.2012 21:27

Styrktu sjálfsmynd þína

 

Hvað getur ÞÚ gert til að styrkja sjálfsmynd þína?

  • Vertu sátt við sjálfa þig og lífið – ekki bera þig saman við aðra. Appelsína og banani verða ALDREI eins, sama hvað þau reyna
  • Það er betra að takast á við erfiðleika á uppbyggjandi hátt – ef þú lendir í rifrildum eða einhver segir eitthvað neikvætt um þig, þá skaltu ekki trúa öllu sem sagt er um þig. Gerðu annarra orð og skoðanir ekki að þínum eigin. Þessar skoðanir þurfa ekki að vera réttar, þó svo að einhver annar hafi þær.
  • Þekktu styrkleika þína og veikleika; það geta ekki allir verið góðir í öllu. Hlúðu að styrkleikum þínum. Viðurkenndu veikleika þína og fáðu hjálp ef þú þarft. Það er ekkert að því.
  • Gera raunhæfar kröfur til sjálfs þín. Þó svo að bróðir þinn hafi alltaf fengið 10 í stærðfræði er ekki þar með sagt að þú þurfir þess líka, þínir hæfileikar liggja bara á öðrum sviðum

 

 

 

 

19.10.2012 10:42

Orð dagsins: 19. október 2012

 

Það að vera hamingjusöm

er ákvörðun. Vertu auðmjúk því

verstu hlutir heims eru úr

sama efni og þú – sýndu

sjálfstraust því stjörnurnar

eru úr sama efni og þú!

 

18.10.2012 13:03

Orð dagsins: 18. október 2012

Þú nærð ekki að afreka neitt ef þú aðhefst ekkert. Þegar einar dyr lokast munu aðrar dyr opnast. Taktu eftir öllum möguleikunum sem standa til boða.Treystu á sjálfa þig og vertu þinn besti vinur.

Lífið er ljúft

  • 1
Flettingar í dag: 913
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 115
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 210305
Samtals gestir: 34266
Tölur uppfærðar: 7.10.2024 09:50:53