21.10.2012 21:27
Hvað getur ÞÚ gert til að styrkja sjálfsmynd þína?
- Vertu sátt við sjálfa þig og lífið – ekki bera þig saman við aðra. Appelsína og banani verða ALDREI eins, sama hvað þau reyna
- Það er betra að takast á við erfiðleika á uppbyggjandi hátt – ef þú lendir í rifrildum eða einhver segir eitthvað neikvætt um þig, þá skaltu ekki trúa öllu sem sagt er um þig. Gerðu annarra orð og skoðanir ekki að þínum eigin. Þessar skoðanir þurfa ekki að vera réttar, þó svo að einhver annar hafi þær.
- Þekktu styrkleika þína og veikleika; það geta ekki allir verið góðir í öllu. Hlúðu að styrkleikum þínum. Viðurkenndu veikleika þína og fáðu hjálp ef þú þarft. Það er ekkert að því.
- Gera raunhæfar kröfur til sjálfs þín. Þó svo að bróðir þinn hafi alltaf fengið 10 í stærðfræði er ekki þar með sagt að þú þurfir þess líka, þínir hæfileikar liggja bara á öðrum sviðum
Skrifað af Elísa Berglind