Rósirnar heilsurækt
Hugsaðu vel um líkama og sál. Settu sjálfa þig og þína heilsu í fyrsta sæti.

Um Rósirnar heilsurækt

 
 

Elísa Berglind er leiðbeinandi hjá Rósunum heilsurækt. Starfsemi Rósanna er nú á tveim stöðum í Reykjavík, annars vegar eru kenndir tímar í Baðhúsinu Brautarholti og hins vegar eru kenndir tímar í sundlaug Sjálfsbjargar í Hátúni. 

Heilsurækt Rósanna hefur það aðalmarkmið að huga að reglulegri hreyfingu og mataræði, hugsa jákvætt, byggja upp sjálfstraust og jákvæða sjálfsmynd. 

Breytt og betri líðan er lokað námskeið fyrir konur sem vilja breyta og bæta sína líðan og setja sig sjálfar og heilsu sína í fyrsta sæti. Sem fyrr þá er áherslan á að leiðbeina með breyttan lífsstíl. Megrunarkúrar virka ekki, eina leiðin til að bæta líðanina og jafnvel minnka líkamsummálið er að breyta vana og venjum til frambúðar með aðferðum sem drepa okkur ekki úr leiðindum.

Hópurinn er blandaður og hann er frábær. Yndislegar konur sem stunda líkamsrækt með sama markmið að leiðarljósi: að líða betur bæði á sál og líkama. Hugsum daginn út og daginn inn hversu mikilvægt það er fyrir bæði líkama og sál að borða fallegt, hollt og gott. Líkaminn er MUSTERI og við fáum bara afnot af honum einu sinni. Hann þarf að endast okkur út ævina og hann ber að virða. Settu þess vegna sjálfa þig og þína heilsu í fyrsta sæti Ég hvet þig til að byrja árið með stæl, skrá þig í líkamsrækt og njóta lífsins. Hreyfing á að vera skemmtileg, hún á ekki að vera kvöð. Sem fyrr þá legg ég áherslu á að leiðbeina með breyttan lífsstíl. Megrunarkúrar virka ekki og eina leiðin til að bæta líðanina og jafnvel minnka líkamsummálið er að breyta vana og venjum til frambúðar með aðferðum sem drepa okkur ekki úr leiðindum. Við leggjum upp með að hreyfa okkur að lágmarki 3x – 4x í viku, borða hollan mat sem okkur líður vel af, fá okkur einu sinni á diskinn, hugsa jákvætt og efla sjálfstraustið.

Kærleikur er lykill að lífinu. Komdu fram við aðra eins og þú vilt að sé komið fram við þig ♥ 

Hugum að heilsunni strax í dag. Breytt og bætt líðan á hverjum degi.

 

 

 

Flettingar í dag: 557
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 336
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 245697
Samtals gestir: 36974
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 06:13:54